Vorið 2022 sótti Austurbrú um styrk í Loftslagssjóð, í samstarfi við sveitarfélögin á Austurlandi, til að framleiða þrjú kynningarmyndbönd með það að markmiði að hvetja samfélagið og einstaklinga á Austurlandi til að vinna að því saman að auka vitund um loftslagsbreytingar, líta í eigin barm og taka upp loftslagsvænan lífsstíl. Styrkur fékkst til að vinna myndböndin og var gengið til samninga við listafólkið Rán Flygenring, Elínu Elísabetu Einarsdóttur og Sebastian Ziegler um gerð kynningarmyndbandanna. Þau voru tekin upp sumarið 2022 og sett á vef Austurbrúar í byrjun árs 202