LOFTUM skólinn
LOFTUM skólinn er hluti af fræðsluáætlun fyrir starfsfólk og kjörna fulltrúa sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.
Skólinn er hluti af áhersluverkefni SSNE sem er unnið af Þekkingarneti Þingeyinga og SÍMEY - Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.
Efni LOFTUM skólans byggir á niðurstöðum fræðslugreiningar þar sem starfsfólk og kjörnir fulltrúar voru beðin um að leggja mat á eigin fræðsluþarfir í málefnum sem tengjast loftslags- og umhverfismálum.
LOFTUM skólinn er styrktur af Sóknaráætlun Norðurlands eystra og er því starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarrfélaga innan SSNE að kostnaðarlausu.
Hægt er að skrá sig í skólann með því að smella á Nýskráning hér fyrir ofan.