Grænir leiðtogar
Hvaða máli skiptir að slökkva ljósin, versla umhverfisvottaðar vörur eða hvetja starfsfólk til að hjóla í vinnuna?
Hér er varpað ljósi á heildarmyndina, mikilvægi Grænna skrefa fyrir loftslagsmál, hringrásarhagkerfið og þróun samfélagsins í átt að sjálfbærni.
Leiðbeinandi er Dr. Snjólaug Ólafsdóttir umhverfisverkfræðingur, sjálfbærni markþjálfi og fyrirlesari. Snjólaug hefur víðtæka reynslu varðandi sjálfbærni fyrirtækja og einstaklinga. Hún aðstoðar við stefnumótun umhverfis- og sjálfbærnimála, innleiðingu verkefna og mótun aðgerða.