Loftlagsmál og losunarbókhald sveitarfélaga
Markmið námskeiðsins er að leiðbeina starfsfólki og kjörnum fulltrúum um gerð losunarbókhalds sveitarfélaga.
Fjallað er um loftslagsbreytingar, gróðurhúsaáhrif og gróðurhúsalofttegundir, helstu hugtök sem eru til grundvallar skilningi á losunarbókhaldi og farið yfir líkan GHG Protocol sem notað er við gerð losunarbókhalds, hvort sem um ræðir fyrirtæki, stofnanir eða sveitarfélög.
Þá er farið skref fyrir skref í útreikninga á helstu losunarþáttum í rekstri sveitarfélaga og dæmi tekin sem sýna góðar venjur við framsetningu upplýsinga.
Vísað er í ítarefni og frekari upplýsingar til grundvallar góðum skilningi á loftslagsmálum og losunarbókhaldi.


Leiðbeinandi: Helena W. Óladóttir
Helena starfar sem sérfræðingur í sjálfbærni á Ráðgjafarsviði KPMG. Hún hefur víðtæka reynslu af sjálfbærni, umhverfis- og loftslagsmálum. M.a. hefur hún margra ára reynslu af gerð loftslagsstefna og aðgerðaáætlana um loftslagsmál hjá fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum, og innleiðingu breytinga í sjálfbærni, gæða- og umhverfismálum.
Helena er kennari að mennt, með meistaragráðu í umhverfisfræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ þar sem kennslugreinar voru m.a. loftslagsmenntun og menntun til sjálfbærni í formlegri og óformlegri menntun.
Helena er útivistarkona og elskar að vera í íslenskri náttúru að sumri jafnt sem vetri. Hún bæði hleypur og skíðar um fjöll og firnindi og stundar siglingar við strendur landsins. Svo prjónar hún eins og hún eigi lífið að leysa og grípur í vatnslitapenslana þegar tækifæri gefst.
Helena er gift Halldóri Björnssyni, loftslagsfræðingi á Veðurstofu Íslands.