Námskeiðið byggir á nýjum leiðbeiningum Skipulagstofnunar; Mannlíf, byggð og bæjarrými þar sem fjallað er um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli.  Farið verður yfir orsakasamhengi milli landnotkunar og vistvænna samgangna.

Leiðbeinandi er Sigurborg Ósk Haraldsdóttir verkefnastjóri hjá SSNE. Hún er með víðtæka menntun og reynslu af skipulags- og samgöngumálum.


LOFTUM skólinn er styrktur af Sóknaráætlun Norðurlands eystra en er engu að síður opin öllu starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarfélaga.