Kynning á Grænu skrefunum
Verkefnið Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki í meirihlutaeigu ríkisins að vinna markvisst að umhverfismálum í skrifstofustarfssemi sinni. Skrefin eru alls fimm og unnið er eftir skýrum gátlistum.
Umhverfisstofnun sér um úttektir og utanumhald verkefnisins. Þegar fimmta og síðasta skrefinu er náð er endurmat framkvæmt á tveggja ára fresti. Verkefnið er frábær leið til þess að virkja starfsmenn og miðla fræðslu um umhverfis- og sjálfbærnimál.